Koma fyrir hraðahindrun svipaðri þeim sem fyrir eru á Bugðu mitt á milli þeirra sem staðsettar eru fyrir framan við Hestavað 1 og þeirri sem er milli Krókavaðs og Lindarvaðs. En á þeim kafla er óvenju langt á milli hraðahindrana og hraði óviðunandi þrátt fyrir hraðaskilti sem sýnt hefur yfir 80 km/klst. Þá mætti einnig gera það augljósara að á Bugðu sé 30km hámarks hraði á klst. með skiltum eða merkingum í götu!
1# Þarna er óvenju mikill hraði þar sem ökumenn reyna að vinna upp tapaðan tíma á öðrum hindrunum og skv. mælingum lögreglu óku 54% ökumanna of hratt. 2# Mörg börn (og fullorðnir) vilja stytta sér leið yfir götuna á fótboltavöllinn eða í skógarlundinn með því að fara beint yfir götuna úr Kólguvaði og yfir á gönguslóða sem margir nota til að komast á aðal göngustíg við Bugðu. 3# Rúmlega helmingur ökumanna ekur á að meðaltali 45 km/klst sem gerir aðstæður við hægri rétt hættulegar.
Það verður aldrei hægt að koma í veg fyrir að fólk geti keyrt yfir hámarkshraða með því að setja hraðahindranir. Á þessu kafla er mjög gott útsýni, gangstígar langt frá götunni og ekkert sem kemur á óvart. Þetta er hreinn og klár óþarfi auk þess sem það er ekki beint straumur barna þarna yfir götuna. Bugða er safngata og að mörgu leiti væri eðlilegt að setja hámarkshraðan í 50 km/h, það er greinlega það sem hin venjulegi ábyrgi ökumaður telur við hæfi á þessum stað m.v. mælingar lögreglunnar.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation