Miðkjarni Úthverfa !

Miðkjarni Úthverfa !

Öll úthverfi þurfa á því að halda að hafa einhverskonar miðju. Hún getur verið mismunandi eftir hverfum. Í Vesturbænum er miðkjarninn í kring um Melabúðina. Ég teldi að breyta ætti notkunarmöguleikum gamla Vífilfells reitarins, í að vera eiginlegur miðkjarni vesturbæjar. Það þýddi að þar mætti reka t.d. veitingahús o.fl., með skilgreindum opnunartíma. Íbúar færu þá að sjá þetta svæði sem miðkjarna, þar er verslun, sundlaug og önnur þjónusta byggðist upp í samhengi í miðju hverfi.

Points

Það er margt sem mælir með þeirri þróun sem hugmyndin lýsir. Þess vegna eru ýmsir þættir hennar ræddir í nýju aðalskipulagi Reykjavíkur. Sjá t.d. http://eldri.reykjavik.is/desktopdefault.aspx/tabid-2374/6213_view-5321/ og http://eldri.reykjavik.is/desktopdefault.aspx/tabid-2374/6213_view-2235/ Þá er umrætt svæði við Hofsvallagötu einmitt skilgreint sem "borgarhlutakjarni með fjölbreyttri verslun, þjónustu, og félagsstarfsem" Þá eru veitingahús líka leyfð á svæðinu.

Í því þjóðfélagi sem vill ýta undir aðra samgönguhætti en bílinn, þarf að gera ráð fyrir því að fólk labbi innan hverfa sinna. Það styrkir hverfið líka, en þarf að vera gert á því sem íbúarnir "skynja" sem miðkjarna. Það þarf ekki að vera stórverslun, eða félagsmiðstöð, þó það komi ekki að sök. Í öllum úthverfum borga er þvílíkan kjarna að finna, þar sem fólk getur labbað á "pubbinn", eða á veitingahúsið..... Fyrst þarf að gera ráð fyrir þvílíku í skipulagi, svo er annarra að framkvæma!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information