Seljagarður - Lítill fjölskyldugarður í hjarta Seljahverfis

Seljagarður - Lítill fjölskyldugarður í hjarta Seljahverfis

Hvað viltu láta gera? Í fyrra var kosin hugmyndin mín um að laga fótboltavöllinn í Engjaseli, Ég vil fara enþá lengra með þessa hugmynd og gera fallegan og skjólgóðan fjölskyldugarð þar sem að bæði börn og foreldrar geta notið dagsins. Ég vil að fótboltavöllurinn verði að sparkvelli(Battavelli) sem tæki þá ca helming plássins sem hann gerir í dag, leikvöllurinn sem er þarna er mjög óhenntugur og getur verið hættulegur yngri börnum, Það er stórt grassvæði þarna sem er ekkert nýtt. Mig langar að það verði gerður fallegur garður með borðum og bekkjum, grill aðstöðu, drykkjarbrunni og leiktækjum sem börn á öllum aldri geta notið. Gróðursett tré,runna og plöntur sem myndu bæði fegra svæðið og veita skjól. Ég vil að þetta verði staður þar sem maður gæti eitt deginum með fjölskyldunni og að allir gæti notið sín. Körfuboltakörfu, jafnvel úti taflborð, Hjóla og bretta svæði og einhverju sullsvæði sem væri vatn í á sumrin. Ekki væri verra ef það væri hægt að hafa almennings salerni sem væri opið á sumrin. Það meiga endilega allir bæta við hugmyndina og segja hvað þið mynduð vilja sjá í garðinu. Hvers vegna viltu láta gera það? Vegna þess að mig langar til þess að fegra og nýta hverfið mitt betur, og eiga fallegan og skemmtilegan stað þar sem ég get notið með börnunum mínum og fjölskyldu, ásamt nágrönnum og vinum í hverfinu. Þetta myndi klárlega auka verðmæti Seljahverfisins og kominn tími á að gera eitthvað almennilegt! Hver veit nema þetta endi með Pálmatré í Glerkúpli! :D Þessi garður gæti skapað sumarstarf fyrir íbúa hverfisins.

Points

Frábær hugmynd!

Þetta væri algjört æði, það er svo mikið af barnafjölskyldum í hverfinu

þetta er sniðug hugmynd sem ég held að flest okkar yrðu sátt við. vonandi verður þetta kosði 👌

Dear Stella, From our urban planning office urbanista in Hamburg (Germany) we are doing a research project „making cities on digital platforms“, analyzing participatory budgets and crowdfunding websites. One case-study is the platform Better Reykjavik. We already had interviews with the Citizens Foundation and the City of Reykjavik. Would it be possible to talk to you about your idea? My e-mail is [email protected] Kind regards Sven Kohlschmidt https://www.urbanista.de

Hugmynd þessi var metin tæk af fagteymi sérfræðinga frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Allar tækar hugmyndir voru í framhaldi sýndar á opnum húsum í hverfum Reykjavíkurborgar á tímabilinu 3. - 13. júní, þar var þessi hugmynd valin til þess að vera á kjörseðli þíns hverfis. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

mjög góð hugmynd

Það væri frábært að fá fallegan garð þarna. En það verður að fylgja með að hann sé hreinsaður og illgresi fjarlægt.

😀

😀

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information