Hundagarður í Hljómskálagarði eða á Klambratúni

Hundagarður í Hljómskálagarði eða á Klambratúni

Hvað viltu láta gera? Stúka af part af Klambratúni eða Hljómskálagarði svo hundaeigendur miðbæjarins geti leyft hundum sínum að hlaupa ólarlausir og leika saman. Þarf að vera huggulegt svæði svo fólk njóti þess líka, t.d. með bekkjum, jafnvel buslulaug, ruslatunnum fyrir skítinn etc. Þetta myndi draga fleira fólk í garðana daglega (hundaeigendur myndu líka nýta þetta á veturna) og nóg pláss er fyrir afgirt svæði af þessum toga. Hvers vegna viltu láta gera það? Það eru margir hundaeigendur í miðbænum en ekkert huggulegt svæði þar sem hundar geta hlaupið lausir, vanist því að hitta og leika við aðra hunda og eigendur notið þess að sitja og spjalla saman.

Points

Nauðsynlegt, gerðið hja BSI er mjog illa staðsett, serstaklega i ljosi framkvæmda a gomlu hringbraut. Siðan er það onothæft þessa dagana vegna þess að það er allt a floti.

Vantar fleiri svæði í miðbæ, hlíðar og Laugarneshverfi þar sem hægt er að sleppa hundum. Aðstaða fyrir hundaeigendur í borginni er að mínu mati til skammar, borgin hefur engan veginn haldið í við fjölgun hunda

Vantar klárlega afgirt svæði fyrir hunda

Nauðsynlegt

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Það samræmist ekki deiliskipulagi Klambratúns að setja þar hundagerði og og setja hundagerði í Hljómskálagarð er of nálægt núverandi hundagerði sem er við BSÍ. Kosningarnar fara fram 31. október - 14. nóvember nk. á www.hverfidmitt.is Mundu að stjörnumerkja þína uppáhalds hugmynd og gefa henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information