Betrumbættur körfuboltavöllur í Foldaskóla

Betrumbættur körfuboltavöllur í Foldaskóla

Hvað viltu láta gera? Betrumbæta núverandi körfuboltavöll á suðurhlið Foldaskóla sem og að bæta við velli fyrir yngstu kynslóðina. Sem sagt, bæta við körfum og hafa sumar þeirra lægri í hæð fyrir yngstu kynslóðina meðan unglingarnir geta nýtt þær sem hærri eru. Nóg er af fótboltamörkum við Foldaskóla eða 10 talsins, og því lítill missir ef tveimur fækkaði og í staðinn yrðu settar nýjar körfuboltakörfur. Einnig mætti taka önnur bæjarfélög sér til fyrirmyndar þegar kemur að undirlagi, til dæmis Kópavogsbæ og Keflavík. Þau bjóða upp á undirlag sem er mjúkt og er úr plasti sem hrindir frá bæði snjó og vatni. Það myndi án efa vekja hrifningu og draga að fleirri krakka og unglinga í leik. Hvers vegna viltu láta gera það? Með bætri aðstöðu mun kvikna meiri áhugi á að spila við kjöraðstæður og með meiri áhuga verða auknar líkur á að nemendur vilji verða iðkenndur í körfubolta hjá Fjölni. Það er mikil uppbygging hjá Fjölni um þessar mundir og eru bæði meistaraflokkarnir að berjast fyrir sæti í efstu deild. Barna-og unglingastarfið hefur líka skilað góðum árangri sem oft er um getið í íþróttafréttum. Bættar aðstæður munu án efa auka þennan áhuga og þarf ekki annað en að horfa til nágrannaskóla okkar í Rimahverfinu til þess eins að sjá árangurinn þar en Rimaskóli hefur marga iðkenndur hjá Fjölni í körfu. Núverandi körfur er því miður misgóðar og hallar völlurinn, sem ekki þykir spennandi. Það er því upplagt að athuga þessa hugmynd með það að markmiði að auka áhuga á körfubolta í Grafarvogi.

Points

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin var metin tæk til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2019. Einungis er hægt að stilla 25 tækum hugmyndum upp til kosninga á hverju ári. Haldin voru opin hús í hverfum borgarinnar í samstarfi við þjónustumiðstöðvar borgarinnar þar sem íbúar fengu að stilla upp kjörseðli með því að veita allt að 25 hugmyndum atkvæði sitt. Þessi hugmynd rataði því miður ekki í uppstillingu þetta árið. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information