17. júní fagnaður í Breiðholti

17. júní fagnaður í Breiðholti

Hvað viltu láta gera? Halda litla 17. hátíð í Breiðholti Hvers vegna viltu láta gera það? Það er oft mikið umstang fyrir fólk með ung börn að komast niður í miðbæ Reykjavíkur á 17. júní. Fullur strætó er ákveðin áskorun fyrir manneskju með kerru og fleiri en eitt barn. Í miðbænum er líka er mikil mannmergð á litlu svæði og erfitt að komast leiðar sinnar með kerrur og að hafa auga á spenntum börnum. Það er algengt að fólk leiti langt út fyrir borgina í rólegri hátíðarhöld því áreitið og mergðin er of mikil fyrir þau yngstu. Lítil hverfishátíð með brúðubílnum eða litlu sviði, nokkrum leiktækjum og kannski sölubásum er skemmtilegur og vænn kostur fyrir börnin. Það yrði líka upplífgandi fyrir hverfið og skapað ýmis tækifæri fyrir íþróttafélög og aðra hópa til að fjármagna starf sitt með sölubásum. Einnig gætu félagsmiðstöðvar efstu bekkjana mögulega fengið að spreyta sig á skemmtiatriðum og allir skemmt sér vel.

Points

Ekkert gaman niðri í miðbæ Rvk á 17.júní. Of margir. Börnin týnast auðveldlega. Þau sjá aldrei neitt fyrir fólki. Væri frábært að hafa í hátíð í Breiðholti. Það væri virkilega gaman fyrir börnin ig foreldrana.

Frábær hugmynd!

Flott hugmynd

💪🌳

Frábær hugmynd!

Væri æðislegt að hafa 17 júní hátíð í okkar umhverfi

Frábær hugmynd 👍

Það myndir létta á fólki mikið, efla hverfissálina. Það er ákveðinn höfuðverkur að fara í bæinn með börn hvort sem er með strætó eða bíl. Best að sleppa ferðalaginu og labba bara innahverfis

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk til kosningar, hugmyndin verður send sem ábending til íbúaráðs Breiðholts og menningar og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar. Kosningarnar standa yfir dagana 31. október - 14. nóvember nk. á www.hverfidmitt.is Mundu að stjörnumerkja þína uppáhalds hugmynd og gefa henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information