Góð tenging komin fyrir hjólreiðafólk til og frá miðbæ í úthverfi borgarinnar. Hins vegar vantar heilmikið upp á að fljót og örugg leið eftir hjólreiðastígum sé frá Grafarvogi t.d. til Kaplakrika og nágrennis í Hafnarfirði svo hægt sé að nota hjólið sem samgöngutæki í vinnu milli bæjarfélaga.
Uppbygging á hjólreiðaleiðum er alltof miðbæjar miðuð. Fólk í Grafarvogi hjólar ekki bara í miðbæinn. Við sækjum vinnu milli sveitarfélaga og viljum fara stystu leið í vinnu og á öruggri leið eftir hjólastígum. Þó nokkuð er um hjólafólk á Reyknesbraut og munar oft litlu að illa geti farið þar sem hraðinn þar er ansi mikill og hjólreiðamenn eru á akveginum á þeim vegaköflum þar sem ekki er hægt að hjóla á vegöxlum.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation