Löngu tímabært

Löngu tímabært

Hvað viltu láta gera? Laga steyptan kant/ vegg meðfram lóð Tækniskólanns við Barónsstíg, en bæði steypan og járngrindverkið er löngu hrunið, ryðgað og brotið. Veggurinn nær út að horni Egilsgötu og þar var áður fallegt blómaker en er nú bara arfabeð. Þar mætti gera eitthvað fallegt, planta trjám ( umhverfisvænt) blómum, eða setja myndlistarverk. Svæðið er fjölfarið og stingur í mitt fagurkeraauga :) Mætti gera þetta verkefni að skólaverkefni fyrir nema Tækniskólans ? Sem íbúi við Leifsgötu myndi þetta gleðja mig og þá fjölmörgu sem um svæðið fara ! Hvers vegna viltu láta gera það? Af því að þetta er fjölfarið svæði og nú er búið að gera fallegt svæðið í kring um kirkjuna og þetta er svona í bakgarðinum og það sem vantar upp á að klára þetta svæði. Svo er þetta bara búið að vera ljótt í alltof mörg ár.

Points

Tek undir þetta...rölti þarna framhjá á leiðinni í vinnuna og finst ömurlegt að horfa upp á þetta

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2019. Hugmyndinni hefur verið komið áfram sem ábendingu, eftir eðli hugmyndar, ekki er talin þörf á að setja slíkt verkefni í kosningu. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information