Vatnsrennibrautagarður

Vatnsrennibrautagarður

Hvað viltu láta gera? Rífa gömlu áhorfendapallana við Laugardalslaugina og endurbyggja það svæði. Þar má byggja upp ýmiss konar þjónustu sem tengist laugarsvæðinu og gera Laugardalslaugina veglegri með tilliti til vellíðunar, útivistar, hreyfingu og skemmtunar. Vatnsrennibrautagarðurinn mætti gjarnan vera inni, svona eins og á myndinni, þannig að betri nýting myndi nást yfir veturinn og þannig nýtist hann líka ferðamönnum. Það mætti þá vera glerþak, hiti inni og veitingaaðstaða og þá þyrftu Íslendingar ekki að fara eins oft til sólarlanda. Hvers vegna viltu láta gera það? Pallarnir eru að grotna niður og það þarf að rífa þá. Aðstaðan undir þeim, gufan og nuddið má alveg fá stærra og betra pláss og endurnýjun. Að auki vantar flottan vatnsrennibrautagarð í Reykjavík.

Points

Frábær hugmynd! Gömlu pallarnir eru barn síns tíma og viðhaldsfrekir ef vel á að vera. Þeir eru mjög ljótir þegar viðhaldið vantar eins og oft hefur verið í gegnum tíðina.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2019 þar sem hún rúmast ekki innan fjárhagsramma verkefnisins. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information