Hátækni Háskólasjúkrahús til framtíðar

Hátækni Háskólasjúkrahús til framtíðar

Hvað viltu láta gera? 250.000 - 300.000 m2 svæði sé tekið frá til að reikna með spítalabyggingum, sjúkrahóteli, kennsluaðstöðu og leiguíbúðir stúdenta í læknanámi. Sjúkrahúsin verði hönnuð með umhverfi að leiðarljósi og hátæknilegs notagildis. Staðsetningin býður uppá firstaflokks samgöngutengingu við mislæg gatnamót Vesturlandsvegar og Suðurlandsvegar sem og við Grafarvog, Grafarholt, Höfðan, Árbæ, Norðlingaholt og Mosfellsbæ. Einnig þarf að reikna með bílastæðabyggingum aðstöðu fyrir almennigssamgöngur og aðkomu fyrir sjúkrabíla og vöruafgreiðslu. Bestu sjúkrahús í heimi eru að taka allt uppí 40 hektara landssvæði (400.000 m2) er það án efa gert með hliðsjón á fjölda íbúa í borg og á dreifbýlissvæðum utan þeirra en ef er rétt farið með þarf ekki svo gríðarlegt svæði undir framtíðar spítala heldur að hafa opinn möguleika á stækkun á fyrrirgerðum byggingum með sem minnstum kostnaði og möguleika til þess að byggja hærra sem og að nýta möguleika á svæðinu neðanjarðar. 30 hektarar ætti að vera nægilegt svæði fyrir alla heilbrigðisþjónustu á einum stað. annað tengt því einsog Stúdentaíbúðir og aðrir þjónustu kjarnar geta dreift sér utanum spítala svæðið. Reykjavíkurborg er einungis stækkandi í austur og án vafa með breyttu byggingaskipulagi með því að byggja hærra en áður og með því verður sífellt ríkari ástæða fyrir heilbrigðisstofnun að vera á stað þar sem hún nær til sem flesta íbúa. Hvers vegna viltu láta gera það? Því það verðu erfiðara að taka landsvæðið eftir að það hefur verið skipulagt fyrir annað skipulag. Núna er rétti tíminn til þess

Points

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2019 þar sem hún rúmast ekki innan fjárhagsramma verkefnisins. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Þetta er alltof flott og alltof eðlilegt og sjálfsagt til að núverandi (meirihluti) geti hugsað hvað þá framkvæmt svona flotta tillögu .Mæli með þesu og það starfi MEIRIHLUTI í borginni ekki margir minnihlutar. Öllr rök liggja að því að stórir vinnustaðir séu nálagt stórum íbúðahverfum og við stofnæðar ekki í miðborgini eins og (meirihlutin) heldur.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information