Minnisvarði um Klaustursmálið

Minnisvarði um Klaustursmálið

Hvað viltu láta gera? Ég vil láta búa til bronsstyttur af gerendum í Klaustursmálinu. Helst inn á Klaustur bar sjálfum og stytturnar sætu þar sem samræðunar fóru í raun fram. Til vara væri hægt að hafa minnisvarðan fyrir utan staðinn. Með styttunum væri mögulega hægt að setja plagg með helstu frösunum sem "háttvirtu" þingmenninir létur úr sér þetta kvöld. Hvers vegna viltu láta gera það? Klaustursmálið er eitt stærsta mál íslenskrar þjóðfélagssögu síðustu ára. Það er mikilvægt að halda minningu þess á lofti og hvað fór þar raunverulega fram.

Points

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2019. Styttur af mannfólki í almenningsrými eru að jafnaði valin að undangenginni samkeppni á meðal listamanna og eru þeim þá gefnar frjálsar hendur hvað varðar útfærslu hugmynda. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október -14. nóvember nk. á www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information