Kirsuberjalundur - sæla fyrir svani og gæsir allt árið.

Kirsuberjalundur - sæla fyrir svani og gæsir allt árið.

Hvað viltu láta gera? Leggja hitalagnir í Kirsuberjalund Hljómskólagarðs og Höggmyndalund kvenna. Sem þjóð veit eru svanir og gæsir farfuglar sem þjást hér í vetrarkuldum og svelta þegar jarðbönn og vatnbönn eru. Knudsen borgarstjóri læsti forfeður Reykjavíkur álftanna inni vetrarlangt, svipti þá farflugs eðli sínu svo þeir mættu gleðja oss. Karl nokkur á Hvanneyri gerði það sama við forfeður Reykjavíkur gæsanna. Hvers vegna viltu láta gera það? Það er hörmung fyrir miðbæjarbúa að horfa upp á þjáningar fuglanna vetrarlangt. Yrði þessi hluti Hljómskálagarðs hitaður, væri alltaf nóg að bíta fyrir gæsirnar. Rynni vatnið í miðtjörnina til hafmeyjunnar yrði þar fæða fyrir sveltandi svani er vötn leggur, þeir éta vatnsurtir. Kirsuberjatrén vaxa hratt og blómgast, fegurð og velsæld mun gleðja innlenda sem erlenda ferðamenn. Þokki og hamingjubót kvalinna dýra og mannfólks sem skynjar sultinn, fyrir lítinn pening.

Points

Ég velti fyrir mér hvort það aðstoði kirsiberin nokkuð að hita jörðina en ekki loftið því það er blómbotn blómanna sem er viðkvæmastur (a.m.k. ef fólk óskar berja). Þó mætti vel setja annan hitapoll á miðtjörnina líkt og er við Iðnó, jafnvel hinum megin tjarnarinnar þar sem nú er hlýtt fótabað.

Ekki mögulegt að kjósa Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2019. Með því að framkvæma hugmyndina er hætta á að óeðlileg skilyrði skapist bæði fyrir gras og tré. Til þess að þetta virkaði þyrfti að vera nægilegur hiti til þess að halda þýðu þegar kaldast er og mestur snjór. Það skapar hættu á kali á grasi og trjám þar sem ræturnar fá hita en yfirborðsvöxtur er í frosti. Það yrði þrátt fyrir allt lítill grasvöxtur vegna styttri dags og loftkulda sem síðan yrði stöðugt bitinn. Við þetta skapast hætta á að magna upp ýmsa sveppasjúkdóma og aðrar sjúkdómsvaldandi lífverur sem leggjast á gras og trjárætur í jarðvegi sem alltaf er haldið heitum. Fuglum hefur verið gefið fóður bæði af borginni og öðrum þegar eru jarðbönn. Það fyrirkomulag hefur gefist vel. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information