Betri umferðaljós fyrir gangandi við Eiríksgötu/Barónsstíg

Betri umferðaljós fyrir gangandi við Eiríksgötu/Barónsstíg

Hvað viltu láta gera? Fá hnappa á umferðaljósin við gatnamót Eiríksgötu og Barónsstíg svo að gangandi vegfarendur geti kallað eftir grænu ljósi. Eins væri gott að hafa sérstök gönguljós fyrir fólk, svo að bílarnir myndi bíða á rauðu ljósi á meðan þeir sem gangandi eru gætu farið yfir án þess að eiga það á hættu að fá bíl í hliðina. Hvers vegna viltu láta gera það? Það er fullt af börnum sem fara yfir þessi gatnamót á leið sinni í skóla á hverjum degi, að sama skapi er mikill fjöldi af öðru fólki sem fer þarna yfir gatnamótin. Umferðin er oft mjög þung og hröð, sérstaklega á haáannatímum, þar að auki er talsverður fjöldi af rútum og stórum ökutækjum sem fer þarna um. Eins og staðan er í dag eru þetta mjög hættulega gatnamót fyrir alla sem eru gangandi eða á hjóli. Það væri mjög sniðugt að gefa gangandi vegfarendum meira rými á þessum gatnamótum.

Points

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosninguna í verkefninu Hverfið mitt 2019. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til samgöngudeildar umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information