Bæjarperlan Rauðavatn

Bæjarperlan Rauðavatn

Hvað viltu láta gera? -Loka fyrir umferð við Rauðavatn. -Uppfæra göngustíga -Bæta við bekkjum og ruslatunnum hringinn í kringum Rauðavatn. Hvers vegna viltu láta gera það? -Það er enginn tilgangur í því að keyra meðfram vatninu. -Leyfum útivistarfólki; gangandi, hjólandi og ríðandi að iðka hreyfingu, í sátt og samlyndi, áhyggjulaust fyrir bílaumferð

Points

Bílar trufla. Ég er hestakona og hugsa stundum um að það fari ekki saman að hafa hjól og hesta á sama stígnum. Og því miður eru hundarnir ekki allir í bandi. Svo það þurfa að vera ákveðnar reglur og þær þurfa að vera sýnilegar.

óþarfi að bílarnir keyri meðfram já, en væri þá kannski hugmynd að hafa malbikað bílastæði þarna fyrir neðan Moggahúsið? Fólk kemur jú annars staðar að :) Og já, allir hundar í bandi, að sjálfsögðu. Ég geng oft þarna og sé oftast hundafólk stoppa bíla sína þarna í drullusvaðinu og hleypa þeim út til að hlaupa um og gera þarfir sínar á meðan eigandinn situr enn í bílnum og tekur auðvitað ekki upp eftir hundinn. Ólíðandi.

bilarnir óþarfi....hundar í bandi, og vantar meira hestamenn!

Óþarfi að hafa bílaumferð um allt. Þetta er náttúrusvæði f útivist.

Þegar vatnið er ísilagt þá er þar oft fólk að leika sér á vélknúnum farartækjum langt fram á nótt með tilheyrandi hávaða fyrir ibúa sem búa næst.

Hugmynd þessi var metin tæk af fagteymi sérfræðinga frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Allar tækar hugmyndir voru í framhaldi sýndar á opnum húsum í hverfum Reykjavíkurborgar á tímabilinu 3. - 13. júní, þar var þessi hugmynd valin til þess að vera á kjörseðli þíns hverfis. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Væri til í æfinga / teygju stöðvar. Bekkir væru líka fín viðbót.

Það eru margir sem koma akandi að þessari perlu og hafa ekki heilsu til að ganga langar leiðir að henni.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information