Undirgöng ofan við Gylfaflöt úr Rimahverfi yfir í Vesturfold

Undirgöng ofan við Gylfaflöt úr Rimahverfi yfir í Vesturfold

Hvað viltu láta gera? Það er slóði í grasinu ofan við Gylfaflötina þar sem gangandi og hjólandi vegfarendur stytta sér leið frá Rimahverfi yfir á hjólastíginn neðan við Foldahverfið. Þetta er fjölfarin leið sem hjólreiðarfólk sem hjólar til vinnu notar t.a.m mikið og unglingar ganga og fara um á skutlum/skellinöðrum ásamt gangandi vegfarendum. Undirgöng, gönguljós eða amk gangbraut og göngustígur er nauðsynlegur þarna til að koma í veg fyrir slys. Hvers vegna viltu láta gera það? Það getur skapast hætta við að fara yfir veginn þarna þar sem ekki er merkt gangbraut og bílaumferð mikil um þennan veg frá Rimahverfi og Húsahverfi á álagstímum.

Points

Ég fór oft yfir þessa götu þegar ég var krakki og er sammála þessari hugmynd þar sem það var hættulegt að fara yfir þessa götu

Í síðustu kosningum í Betra hverfi var kosin þverun/gangbraut á nákvæmlega sama stað yfir. Fer væntanlega í framkvæmd á árinu 2019.

Væri ekki bara nær að setja hraðahindrun og gangbraut?

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2019 þar sem hún rúmast ekki innan fjárhagsramma verkefnisins. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information