Greiða leið hjólreiðafólks og minnka slysahættu

Greiða leið hjólreiðafólks og minnka slysahættu

Hvað viltu láta gera? Malbika og bæta tengingu hjólastígsins sem þverar Miklubraut við Rauðagerði inn á Langholtsveg Hvers vegna viltu láta gera það? Við nýjustu framkvæmd göngu- og hjólastíga umhverfis og við gatnamót Langholstvegar og Suðurlandsbrautar var ekki gert ráð fyrir að bæta aðgengi hjólreiðafólks, sem leið átti norður-suður um Langholsveg. Þar hefur aðgengið beinlínis versnað eftir framkvæmdirnar. Í dag er leiðin ákaflega hlykkjótt, vörðuð köntum og ójöfnum í bland við ruglingslegar þveranir gangandi og akandi umferðar úr nokkrum áttum. Til að bæta það með sem minnstum kostnaði mætti malbika hindrunalausar hjólareinar eins og meðfylgjandi mynd sýnir í tveimur útgáfum. Með því opnast sjóndeildarhringur hjólreiðafólks sem kemur úr suðri og ætlar að þvera Suðurlansbraut og fara inn á Langholsveg. Athugli hjólreiðafólks beinist því að aðvífandi umferð en ekki að hlykkjóttri leið, köntum, staurum og holum eins og nú er. Sama gildir um þá sem koma af Langholtsvegi, þvera Suðurlandsbraut og ætla inn á stíginn til suðurs, að brúnni yfir Miklubraut. Leiðin þarf að vera greið og hindrunarlaus svo athyglin fari ekki af umferð sem er af öllum gerðum og úr öllum áttum.

Points

Það eru margir sem eiga leið um þessi gatnamót daglega ; gangandi, hjólandi og akandi. Slysahætta mun minnka til muna ef að af þessari aðgerð verður.

Huga þarf betur að sameiginlegum rýmum á mörgum stöðum. Þarna er pottur brotinn og útfæra má þetta mikið betur. Einnig má nefna útkeyrslu við Glæsibæ sem þverar hjólastíg stórhættuleg.

Veldur oft misskilningi hjólandi og akandi. Ef ég er hjólandi nýti ég mér merkt hjólasvæði á götunni. Það liggur því beinast við að hjólastíg ofan af brúnni sé beint austar en nú þegar er, þannig að hægt sé að halda beint áfram niður Langholtsveginn.

Ég fer þarna um á leið til vinnu, er mjög þakklátur fyrir það sem búið er að gera á þessu svæði en þessi tenginn klikkaði alveg. Bílstjórar sjá ekki hjólandi þegar þeir fara yfir götuna, einig hafa stórir bílar lagt við götuna sem skyggja á. Þessi 90 gráðu samtenging hentar ekki, þarna þarf umferð að geta runið saman.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2019 þar sem þetta verkefni er nú þegar á framkvæmdaáætlun. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information