Grænn Laugalækur

Grænn Laugalækur

Hvað viltu láta gera? Breytum bílastæði við verslanir á horni Laugalæks og Hrísateigs í grænt svæði. Lítill garður með yfirbyggðu hjólastæði, leikvelli og trjágróðri svo fólk geti notið útiveru betur í nálægð við lítil og blómleg fyrirtæki sem hafa skotið upp kollinum síðustu ár. Auðvitað yrði gert ráð fyrir bílastæðum fyrir hreyfihamlaða og grenndargámar færu ekki neitt heldur. Einnig yrði gert ráð fyrir að hægt væri að halda áfram með nytjamarkað sem íbúar hafa staðið fyrir. Hvers vegna viltu láta gera það? Tilkoma Frú Laugu, Kaffi Laugalæks og nú bráðum Brauð og co. hefur haft gífurlega jákvæð áhrif á hverfið. Mun algengara er að sjá fólk á ferli í stað bara bíla og er þetta verkefni ætlað til að auka við þessi jákvæðu áhrif og hvetja til þess að ganga eða hjóla frekar en að nýta sér þjónustu þarna á einkabílnum. Er þetta þannig kannski hugsað sem sýnidæmi um gott og uppbyggilegt hverfi í nýjum heimi umhverfis- og loftslagsvitundar. Sannarlega mun bílastæðum fækka en slíkt ætti ekki að koma að sök að neinu marki. Á daginn standa bílastæðin oftast að mestu tóm, sem og stæði við göturnar sem myndu halda sér. Á kvöldin og nóttunni nýta íbúar sér þessi stæði. Mögulega myndi þetta vera hvatning til þeirra til að breyta ferðavenjum og í versta falli eru næg laus bílastæði við Kirkjusand, Listaháskólann og Laugardalslaug á kvöldin og nóttunni. Áhrifin ættu því ekki að vera mikil fyrir íbúa, nema þá í formi hærra íbúðaverðs sökum þess hve nágrennið er kósí. :)

Points

Besta hugmynd í heimi. Í raun ótrúlegt að það sé ekki löngu búið að reyna að gera útisvæðið við þennan kjarna meira spennandi og aðlaðandi og reyna að búa til smá torgstemningu. Ég held það sé ekki einu sinni einn einasti bekkur þarna í dag, hvað þá meira. Þetta er sólríkur staður og ágætlega skjólsæll og fullt af spennandi og blómlegum rekstri í kring. Þetta er fullkomlega borðliggjandi!

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2019 þar sem verkefni hugmyndarinnar er ekki innan verkefna eða valdheimilda Reykjavíkurborgar eða ekki á borgarlandi. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information