Læsta skóskápa í anddyri Breiðholtslaugar

Læsta skóskápa í anddyri Breiðholtslaugar

Hvað viltu láta gera? Setja læsta skóskápa þar sem nú eru hillur fyrir skó í Breiðholtslaug. Töluvert er um að skór séu teknir ófrjálsri hendi í anddyri sundlauga og lausnin sem nú er í boði við því er að setja skó í plastpoka og taka með sér inn í klefa. Þetta er alger umhverfissóun. Hvers vegna viltu láta gera það? Óþarfa plastsóun kemur engum til góðs.

Points

Nú þegar eru litlir læstir skápar strax og þegar komið er inn í klefana. Eru þær ekki ætlaðir skóm?

Ég er sammála þessu. Nú er búið að fjölga gestum alveg töluvert svo meiri umgangur. Þessi plastpoalausn er engin lausn. Bara mjög óumhverfisvænt.

Auðvelt að halda á skónum inn og setja í skápinn sem maður geymir fötin í.

Eybjört, ég veit ekki með þig en skórnir sem passa á mínar bífur myndu aldrei komast í þessa litlu skápa sem eru við innganginn í klefana. Mér leikur reyndar mikil forvitni á að vita til hvers þeir skápar eru ætlaðir.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2019. Hugmyndinni hefur verið komið áfram sem ábendingu, eftir eðli hugmyndar, ekki er talin þörf á að setja slíkt verkefni í kosningu. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information