Calisthenics garður í Laugardal

Calisthenics garður í Laugardal

Hvað viltu láta gera? Setja upp alvöru calisthenics / street workout garð í Laugardalnum með góðu og jöfnu undirlagi. (Jafnvel upphituðu undirlagi svo hægt sé að nýta garðinn allan ársins hring). Eitthvað svipað og stóru garðarnir frá Bar Mania Pro (http://www.barmaniapro.com/) eða Kenguru Professional. (https://kengurupro.eu/) Við viljum ekki þessi venjulegu hreystitæki og ekki þessa rekaviðsdrumba sem eru á víð og dreif núna um dalinn með hræðilegu undirlagi. (Vatnspollar á vorin og fram eftir sumri). Hvers vegna viltu láta gera það? Reykjavík þarf að eiga einn alvöru calisthenics garð. Bætir heilsu og gefur fólki kost á að gera styrktar- og leikfimiæfingar undir berum himni. Gæti orðið til þess að á Íslandi verði til calisthenics samfélag hraustra einstaklinga á öllum aldri líkt og í öðrum borgum.

Points

Allt sem styður við lýðheilsu hlýtur að vera frábær hugmynd! Styð þetta :)

Styður við hreyfingu og betri nýtingu á Laugardalnum

Frábær hugmynd ! Myndi klárlega nýta mér þessa snilld!

Frábær alhliða líkamsrækt.

Frábær húgmynd!! Ég myndi gjarnan æfa þarna!! :)

Væri flott að búa til svona hreystigarð á bak við áhorfendapallana við Laugardalslaug

Sé einnig fyrir mér army-style hindrunarbraut sem reynir á jafnægi og styrk. Klifurvegg með reipi, sleða og fl. Ekki ósvipað skólahreysti svæðunum sem btw er fáránlegt að hafa á lokuðu svæði í laugardalnum en er alls staðar annars staðar á skólalóðum og almenningssvæðum

Hi! is this calisthenics park open to the public? Visiting from Seattle and would love to check it out tomorrow, Friday... thank you!

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin var metin tæk til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2019. Einungis er hægt að stilla 25 tækum hugmyndum upp til kosninga á hverju ári. Haldin voru opin hús í hverfum borgarinnar í samstarfi við þjónustumiðstöðvar borgarinnar þar sem íbúar fengu að stilla upp kjörseðli með því að veita allt að 25 hugmyndum atkvæði sitt. Þessi hugmynd rataði því miður ekki í uppstillingu þetta árið. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information