Betri útiæfingatæki og grillaðstaða neðan við Árborg

Betri útiæfingatæki og grillaðstaða neðan við Árborg

Hvað viltu láta gera? Fjölga útiæfingatækjum og bæta við grillaðstöðu Hvers vegna viltu láta gera það? Það vantar útiæfingatæki í hverfið og þessi staðsetning hefur sannað sig og nýtist mörgum. Það vantar sárlega útigrill og borð nálægt fólkinu í hverfinu. Svipaða aðstöðu má sjá í Fossvogsdal Kópavogsmegin sem nýtist mjög vel og lífgar uppá hverfið. Börn geta leikið sér á leikskólalóðinni þegar hann er lokaður svo fólk á öllum aldri getur notið sín þarna saman. Grillaðstaðan og borðin myndu líka nýtast fyrir bekkjarhittinga, nágrannafundi og slíkt. Þetta myndi auka útivist og samveru og bæta heilsu fólksins í hverfinu.

Points

Sameinuð hugmynd Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er mjög svipuð öðrum hugmyndum sem kosið verður um og heita Fjölskylduhreyfing í Ártúnsholti og Gera æfingarstöð í samstarfi við fagmenn (við leikskólann Árborg). Hugmyndinni þinni verður vísað sem ábendingu inn í það ferli. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information