Grafarvogur

Grafarvogur

Hvað viltu láta gera? Ég horfi hérna yfir Korpúlstaðarlandið þegar ég ek frá heimili mínu.. Framsýnir stjórnendur Reykjavíkur keyptu landið sem framtíðar byggingarland, langt út fyrir þáverandi byggð. Þröngsýni hefur tekið við. Þessu verðmæta landi var breytt í golfvöll fyrir fáa og í staðinn var tekin upp stefnan „þétting byggðar“ með það að augnamiði að byggja bara fyrir þá ríku á dýrustu lóðum landsins inn í miðbæ borgarinnar. Á ákveðnum tíma verkamannakerfisins voru byggð lítil raðhús og jafnvel einbýlishús. Ég sé fyrir mér að Korpúlstaðalandið verði einmitt byggt slíkum húsum ásamt lágum blokkum og þannig mætt þörfum sívaxandi fjölda smárra fjölskyldna, ungmenna og eldra fólks sem vill sjálfstæða búsetu. Mjög gjarnan mætti hafa félagsleg viðmið á lóðarverði. Þegar ég fór að hugsa þessa hugmynd nánar þá sá ég hversu vitlaust það er að gera það ekki. Þarna er Eigilshöll í göngufæri, Korputorg í næsta nágrenni, búið er að byggja skóla sem hefur ekki nægan fjölda barna. Frá strætisvagna sjónarmiði er þetta líka þétting byggðar þar sem strætó fer tíðar ferðir í Mosfellsbæinn. Það var allt í lagi að nota svæðið fyrir golfvöll tímabundið en nú hlýtur að vera rétt að finna honum annan stað. Hvers vegna viltu láta gera það? Eykur þjónustu á svæðinu og fjölbreytt mannlíf.

Points

Ég er á móti þéttingu byggðar í Grafavogi. Hins vegar styð ég frekari uppbyggingu fyrirtækja og stofnana á svæðinu og því tengt uppbyggingu afþreyingartækifæra í formi verslana, veitingastaða, útivistasvæða á aðlaðandi stöðum svo sem Korpu, Keldur eða Elliðaárvogur. Ekki uppbyggingu á fráhrindandi stöðum eins og Spöng eða Korputorg.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2019 þar sem hún rúmast ekki innan fjárhagsramma verkefnisins. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information