Leikvöllur fyrir alla

Leikvöllur fyrir alla

Hvað viltu láta gera? Hugmyndin felst í að gera skemmtilegt og „öðruvísi” fjölskyldusvæði fyrir aftan Sundlaug Vesturbæjar. Svæðið býður upp á mikla möguleika þar sem fyrir er lítið af leiktækjum. Lögð er áhersla á gott aðgengi fyrir alla að svæðinu, líka fyrir fólk með sérþarfir. Val á leiktækjum miðast við þessa sýn, til dæmis er horft til þeirra áhrifa sem leiktæki geta haft á örvun barna. Í dag er hluti svæðisins nýtt undir lausagöngu hunda sem fer ekki endilega vel saman við leiksvæði barna, engu að síður hafa mörg börn gaman að hundum og öðrum dýrum en til þess að tryggja öryggi er æskilegt að setja upp sérstakt hundagerði fyrir lausagöngu hunda á þessum stað. Auk þess mætti setja nestisborð, bekki og þess háttar. Hvers vegna viltu láta gera það? Við viljum bæta aðstöðuna, geta höfðað til sem flestra barna og foreldra. Markmið hugmyndarinnar er að höfða til sem flestra og bjóða til dæmis upp á rólur, sérhannaðar til að tryggja öryggi barna með sérþarfir. Slíkar rólur þekkjast víða erlendis. Börn með sérþarfir t.d. í hjólastól hafa lítið sem ekkert tækifæri til að njóta róluvalla.Svæðið býður upp á marga möguleika vegna stærðar og nálægðar við sundlaug, kaffihús, bakarí og aðra þjónustu í nánasta umhverfi. Upplagt er að hafa góða nestisaðstöðu, borð og bekki. Gott aðgengi er að svæðinu, strætisvagnar stoppa rétt hjá svæðinu, þarna eru næg bílastæði og gott aðgengi fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur.

Points

Frábær hugmynd!

Styð þetta heilshugar!

Frábær hugmynd, styð þetta.

Frábær hugmynd! Nauðsynlegt að fjölga leiksvæðum fyrir börn með sérþarfir og fjölbreytni er alltaf góð fyrir öll börn

Frábær hugmynd!

Staður fyrir alla fjölskylduna.

Einmitt það sem á vantar til að fullkomna svæðið

Styð þetta frábæra framtak👊👍

Þarf rökstuðning? Leikvellir bjóða upp á samveru og gleði. Það nægir mér og mínum.

Brýn þörf á góðu leiksvæði fyrir alla, staðsetningin fullkomin fyrir slíkt svæði👏

Frábær hugmynd sem án efa myndi nýtast vel.

Æðisleg hugmynd sem hreinlega verður að verða að veruleika.

Falleg hugmynd sem ég vona innilega að verði að veruleika sem fyrst.

Vantar almennilegt leiksvæði, að norrænni fyrirmynd, nánast alls staðar í borginni. Sbr. í þessu sambandi t.d. Vasaparken í Stokkhólmi.

Er í öðru ferli Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosninguna í verkefninu Hverfið mitt 2019. Verið er að vinna deiliskipulag fyrir lóð Vesturbæjarlaugar, hugmyndinni verður komið áleiðis inn í það ferli. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Frábær hugmynd

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information