Gervigrasvöllur í Langholtshverfi

Gervigrasvöllur í Langholtshverfi

Hvað viltu láta gera? Setja gervigrasvöll í Laugardalinn, fyrir neðan Langholtsskóla eða við Dalheima Hvers vegna viltu láta gera það? Í Langholtsskóla eru yfir 600 börn og mörg þeirra hafa gaman af fótbolta. Þess vegna er oft margt um manninn á battavellinum á Langó og ekki val um að fara á annan almennilegan fótboltavöll þegar svo er. Ef völlurinn væri staðsettur neðan við Langholtsskóla eða nálægt Dalheimum mætti nýta hann á skólatíma eða þegar frístundastarf er í gangi en auk þess væri hann þakklát viðbót fyrir fótboltabörnin í hverfinu.

Points

Frábær hugmynd sem styður við hreyfingu og heilsu barna og fullorðinna.

Ekki veitir af það vantar meira pláss fyrir fótboltahetjur hverfisins

Þetta er frábær hugmynd og styður vel við öflugt fótboltastarf í hverfinu!

Völlurinn er mjög mikið notaður, á skólatíma, um helgar og á kvöldin, og einnig hefur hann verið notaður fyrir æfingar hjá Þrótti. Það vantar sárlega fleiri velli í Laugardalinn.

Mikill fjöldi barna í hverfinu og mikill fótboltaáhugi, þessi viðbót væri kærkomin

Þetta er frábær hugmynd!

Mjög góð hugmynd. Völlurinn í Langholtsskóla annar ekki öllum þeim fjölda barna sem eru í hverfinu.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin var metin tæk til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2019. Einungis er hægt að stilla 25 tækum hugmyndum upp til kosninga á hverju ári. Haldin voru opin hús í hverfum borgarinnar í samstarfi við þjónustumiðstöðvar borgarinnar þar sem íbúar fengu að stilla upp kjörseðli með því að veita allt að 25 hugmyndum atkvæði sitt. Þessi hugmynd rataði því miður ekki í uppstillingu þetta árið. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Það myndi ekki veita af öðrum velli fyrir hverfið okkar. Hann yrði örugglega vel notaður á skólatíma jafnt sem í annan tíma, ekki síður á frídögum þegar börn og unglingar leita þangað eftir hreyfingu og skemmtun. Fótboltamanninum syni mínum finnst þetta mjög nauðsynleg tillaga, hann hefur notað sparkvöll Langholtsskóla frá 3 ára aldri (12 ára í dag) en fyrir eldri börn er hann full lítill. Það var gott að dekkjakurlið fór af vellinum, takk!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information