Hámarkshraði á Sundlaugavegi verði 30 km/klst

Hámarkshraði á Sundlaugavegi verði 30 km/klst

Hámarkshraði á Sundlaugavegi verði 30 km/klst

Points

Mörg börn þurfa að fara yfir Sundlaugaveginn á degi hverjum í skóla. Umferð um Sundlaugaveg hefur aukist verulega undanfarin ár sem og umferðarhraðinn. Það dregur úr öryggi barnanna. Lækkun leyfilegs hámarkshraða myndi draga úr hraða og hugsanlega umferð sem væri enn betra og þar með auka öryggi barnanna sem og annarra fótgangandi og hjólandi vegfarenda.

Umferðin um Sundlaugarvegin er of hröð og þar fyrir utan þá fer þarna um vagn númer 14, hann fer niður Hólsveg en ætti með réttu að fara um Dragaveg. Og já hraðinn á strætó hefur ekki verið 30 km á klst. Það er undalegt að þarna eigi sér ekki stað slys daglega!

Öll börn hverfisins þurfa að fara yfir götuna á einhverju skólastigi, þar tíðkast hraðakstur og á álagstímum þegar börn eru á leið í skóla er stöðugur straumur bíla á leið til og frá World Class. Illa gengur að fá bílaumferð til að virða gangbrautarljós og rétt gangandi vegfaranda og þegar hraði er mikill munar litlu að illa fari og reyndar hafa orðið hræðileg slys á börnum þar. Gatan klýfur hverfið í tvennt og er stórhættuleg börnum og fullorðnu fólki. Þetta er andstætt stefnu betri borgar!

Með því að setja upp grindverk, er komið í veg fyrir að börnin geti farið út á umferðargötuna. Þegar umferðin er sem mest þarna, þá er umferðarhraðinn ekki mikið meira en 20 km hraði á klukkustund. Þau rök halda ekki að þetta sé í miðju íbúðarhverfi, þar sem í öðrum íbúðahverfum er ekki stærsta sundlaug landsins, stærsta líkamsræktarstöð landsins, stærsti fótboltavöllur landsins osfrv. Það verður að leysa þetta á annan hátt en lækka hámarkshraðann. ....... framhald neðar.

Mér finnst það út í hött að lækka hámarkshraðann á Sundlaugarveginum niður í 30 km. Þetta er ein af tveimur leiðum til að komast í Laugardalslaugina og World Class. Áður en hámarkshraðinn verður lækkaður niður, þá er algerlega spurningin um að laga aðgengi að þessum tveimur stöðum. Því umferðin mun ekki minnka, þá munu enn fleiri skjóta sér í gegnum hverfið, Hraunteiginn og Kirkjuteiginn. Má ekki byrja á því að setja upp girðingu við Sundlv. til að koma í veg fyrir slys. ...... framhald neðar.

Fyrir utan að þetta er strætóleið, sem þjónustar meðal annars Laugardalslaugarnar og World Class og svo fara þarna um rútur fullar af ferðamönnum. Er spurningin hvort ekki væri skynsamlegra að koma upp göngubrú yfir Sundlaugaveginn og girðingum, svipað og gert var með Kringlumýrarbrautina, frekar en grípa til lækkunar á hámarkshraða, sem gefur bara falskt öryggi og eykur umferðina inn í hverfin, Teigana og Lækina.

Hverfið er íbúðahverfi. Margir stytta sér leið keyrandi í gegnum hverfið, t.d. úr Borgartúni í stað þess að fara beint á stofnbrautir Sæbrautar eða Kringlumýrarbrautar. Sundlaugavegur gengur þvert á hverfið og sker það í sundur og þurfa börnin að fara yfir Sundlaugaveginn á leið í og úr skóla.Mikinn umferðarþungi er á morgnanna á þeim tíma þegar skólabörnin eru á leið í skólann og svo seinnipart þegar þau eru á leið heim það myndast bílaraðir með mikilli loftmengun og hávaðamengun.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information