Endurskipuleggja rútustopp á Hverfisgötunni við Traðarkot

Endurskipuleggja rútustopp á Hverfisgötunni við Traðarkot

Hvað viltu láta gera? Endurskipuleggja rútustoppið á Hverfisgötunni við Traðarkot, til dæmis með því að byggja yfirbyggt skýli á stéttinni við götuna og eða færa það ofar í götuna eða einfaldlega eitthvert annað. Hvers vegna viltu láta gera það? Eins og staðan er í dag þá fyllist hvoru tveggja gangstéttin og hjólastígurinn af fólki sem er að bíða eftir rútu sem gerir gangandi og hjólandi erfitt fyrir, sérstaklega á þeim tímum sem fólk er á leið til vinnu. Þegar rútur stoppa og hleypa fólki út þá stekkur það beint á hjólastíginn sem er hættulegt fyrir alla. Vegna þessa þá sækist maður frekar í að hjóla á "öfugum" vegarhelmingi hinum megin við götuna. Einnig þegar fleiri en ein rúta stoppar þá kemst strætó ekki framhjá.

Points

Sammála. Það verður oft algert kaós þarna þegar 2 eða fleiri rútur eru lagðar þarna, þá stoppar öll umferð og það er hættulegt að fara framhjá þeim, þar sem maður sér ekki umferðina sem kemur á móti

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2019 þar sem þetta verkefni er nú þegar á framkvæmdaáætlun. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information