Nýta þak Kolaportsins fyrir borgarbúa - hugmyndasamkeppni

Nýta þak Kolaportsins fyrir borgarbúa - hugmyndasamkeppni

Hvað viltu láta gera? Efna til hugmyndasamkeppni um það hvernig hægt sé að nýja þak Kolaportsins svo borgarbúar geti notið þessa stóra vannýtta svæðis í miðborginni. Eitthvað í anda High Lane í New York væri eðal. Hvers vegna viltu láta gera það? Nýta þau svæði sem fyrir eru. Tækifæri til að búa til skemmtilegt grænt svæði í miðborginni með geggjuðu útsýni.

Points

Hef lengi pælt í þessu. Snildar hugmynd. Þetta yrði allveg frábært fyrir menninga nótt og er mjög eflaust mjög sterkt mannvirki þar sem þetta var byggt sem hraðbraut og gæti því mögulega borið stór og flott tré.

Yrði kærkomin útsýnisstaður og bætti við útivistarsvæði í Kvosinni og við Höfnina.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2019 þar sem verkefni hugmyndarinnar er ekki innan verkefna eða valdheimilda Reykjavíkurborgar eða ekki á borgarlandi. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information