Hvað viltu láta gera? Setja gervigras á svæðið, búa til sparkvöll í staðinn fyrir drulluvöllinn sem er þar núna. Hvers vegna viltu láta gera það? Myndi nýtast ungum iðkendum í hverfinu afar vel, beggja vegna Hringbrautar. Svæðið er afar illa nýtt núna enda ójafnt gras og breytist í drullusvað við minnstu rigningu. Völlurinn gæti orðið til þess að þarna myndist hjarta í hverfinu þar sem foreldrar leika með börnum sínum, börnin sem mörg hver ganga í ólíka skóla kynnast og hver veit nema næsti Rúnar Kristinsson verði til á vellinum.
Klárt mál það þarf að fjölga alvöru völlum í hverfinu svo börnin þurfi ekki alltaf að koma í KR, þau geti líka farið í sín nærumhverfi til að spila fótbolta.
Það er leitun að knattspyrnuvelli sem er jafn-slæmur og núverandi völlur. Þetta svæði myndi eflaust lifna við ef það kæmi almennilegur gervigrasvöllur.
Finnst þetta frábær hugmynd. Þessi blettur nýtist ekkert vegna drullu.það eru fullt af börnum í hverfinu sem geta nýtt sér völlinn sem í dag nýtist ekkert.
Svæðið er ónothæft eins og það er nuna! Margir krakkar sem búa þarna í kring færu út í fótbolta ef það er möguleiki, litlir krakkar sem eru of ungir til að fara yfir umferðargötur til að komast annað.
Frábær hugmynd, talsvert mikið af börnum búa nálægt vellinum sem eru of ung til að fara yfir umferðargötur á svæðinu. Myndi nýtast vel til framtíðar.
Mjög góð hugmynd. Þessi völlur nýtist ekki neitt eins og hann er í dag, en myndi án efa nýtast fullt af krökkum í hverfinu ef þarna yrði sett gervigras!
Góð hugmynd - þarna er nánast alltaf drulluflag sem nýtist illa. Yrði án efa miklu meiri notkun ef kæmi gerfigras á völlinn
Völlurinn var lagfærður fyrir nokkrum árum eftir ábendingu hér og svo kosningu. Bætt var við öðru marki og girðingar lagaðar. Það sem vantaði upp á framkvæmdina þá var að laga völlinn sjálfan þannig að hann væri ekki alltaf ónothæft drullusvað. Ég held að eina ráðið væri að setja þarna gervigras eins og hefði átt að gera í síðustu lagfæringu. Klára málið.
Ég tek heilshugar undir þetta. Við höfum búið þarna í kring í mörg ár og myndum nota völlinn og svæðið mun meira ef völlurinn væri ekki allur í holum og eitt moldarsvað eftir rigningar.
Hugmynd þessi var metin tæk af fagteymi sérfræðinga frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Allar tækar hugmyndir voru í framhaldi sýndar á opnum húsum í hverfum Reykjavíkurborgar á tímabilinu 3. - 13. júní, þar var þessi hugmynd valin til þess að vera á kjörseðli þíns hverfis. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation