Minna svifryk

Minna svifryk

Hvað viltu láta gera? Engin nagladekk á götum Reykjavíkur. Sækja þarf um undantekningar og greiða fyrir. Hvers vegna viltu láta gera það? Vegna svifryks sem ógnar heilsu borgarbúa og veldur óafturkræfum skaða.

Points

Ég mæli með því að nagladekk verði alveg bönnuð. Þau eru reyndar furðulegt fyrirbæri; stál á milli mjúks malbiks og mjúks gúmmís! 5 kg af ryki verða til þegar bíll með nagla ekur frá Reykjavík til Keflavíkur. Mælt af verkfræðingi. Þá eru þau alveg óþörf. Góð vetrardekk duga fullvel. Ég nota heilsársdekk. Kannanir sýna að ökumenn aka hraðar þegar nagladekk eru undir bílnum. Í raun eru þau því ekki til hagsbóta hvað stjórnun bíla varðar. Ég tel rykið frá nöglum vera verra en reyk frá vindlingum.

Ekki notað nagladekk í áratugi allt í besta lagi hér við sjávarmál annað í efri byggðum s s Breiðholti eða ferðir í sumarbústaði að vetrarlagi , allra veðra von , sneri við á leið til Þingvalla í vetur eins og belja á svelli með harðkorna dekk þó...Hef ákv samúð með naglafólki....

Svifryk af mannavöldum kemur svo að segja frá allri starfsemi, en mest frá eldsneytisbruna. Þetta kemur beint frá umhverfisstofnun. Lausnin er ekki að fjarlægja nagladekk. Hvað haldið þið að nagladekk hafi komið í veg fyrir mörg umferðarslys? Ég veit að þau hafa bjargað mér 3sinnum

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2018 þar sem verkefnið sem um ræðir í hugmyndinni er í öðru ferli innan borgarkerfisins og því ekki hægt að kjósa um það að svo stöddu. Hugmyndinni verður vísað sem ábendingu inn í það ferli. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information