Þrengja einnig Lönguhlíð til norðurs og lækka hámarkshraða

Þrengja einnig Lönguhlíð til norðurs og lækka hámarkshraða

Hvað viltu láta gera? Þrengja Lönguhlíð til norðurs með gróðri, hjólastíg og lækkuðum hámarkshraða líkt og gert hefur verið í suðurhluta götunnar Hvers vegna viltu láta gera það? Gatan er stórhættuleg gangandi vegfarendum og lætin frá henni trufla íbúa við Lönguhlíð.

Points

Þetta þarf að laga, mörg börn á leið til skóla þurfa að komast yfir þessa götu.

Tek undir þetta! Það er engin þörf á tveimur akreinum nema rétt við Miklubrautina og hámarkshraðinn ætti að vera 30. Má líka lækka hraðann í Nóatúni alveg niður á Laugaveg.

Auðveldara fyrir börn að fara á útivistasvæði

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2019 þar sem hún rúmast ekki innan fjárhagsramma verkefnisins. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information