Hlaupabraut kringum Klambratún

Hlaupabraut kringum Klambratún

Hvað viltu láta gera? Útbúa hlaupabraut kringum klambratún með góðum lengdarmerkingum og útskoti fyrir teygjuæfingar. Helst að tengja þetta við æfingatæki eins og eru núna til staðar þar. Hvers vegna viltu láta gera það? Auka fjölbreytileikann fyrir hreyfingu á Klambratúni og að þeir sem ekki vilja fara inn í líkamsræktarstöðvar hafi stað fyrir æfingar útivið.

Points

Það yrði algjör snilld ef allavega ein rönd yrði snjóbrædd, t.d. með affallsvatni af húsunum í kring. Þá gætu hlaupahópar í nágreninu notað þetta allan ársins hring

Frábært hugmynd, vel þekkt að hlaupabrautir séu í almenningsgörðum erlendis, enda stuðlar þetta að betri heilsu fólks með hvatningu á aukinni hreyfingu

Öruggur staður til hlaupaæfinga. Ýtir undir hreyfingu og heilbrigði borgarbúa.

Frábær hugmynd ! Ég er viss um að hlaupabraut myndi nýtast vel.

Aukinn fjölbreytni í útivist almennigns.

Frábært að fá hlaupabraut. Um leið væri hægt að endurnýja "tækin" þessu rauðu til útileikfimi

Hugmynd þessi var metin tæk af fagteymi sérfræðinga frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Allar tækar hugmyndir voru í framhaldi sýndar á opnum húsum í hverfum Reykjavíkurborgar á tímabilinu 3. - 13. júní, þar var þessi hugmynd valin til þess að vera á kjörseðli þíns hverfis. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information