Kirkjustígur

Kirkjustígur

Hvað viltu láta gera? Við eldra fólkið sem búum í Sólheimablokkunum og öðrum húsum hér viljum gjarnan geta sótt Langholtskirkju. Það þarf að gera göngustíg fyrir okkur. Við sækjum líka félagsstarf á miðvikudögum og vegna ófærðar og hálku sem myndast neðan við Langholtskirju er ómögulegt að komast þangað. Mér skilst að áður hafi verið þarna stígur framhjá prestsbústað séra Árelíusar, en honum hafi verið lokað. Þetta er stórmál fyrir okkur - þarna hittumst við allan ársins hring til að fá heita súpu og salat fara á basar og eiga helgistund með okkar yndislega presti einu sinni í viku. Við spilum bæði bridge og whist. Við eigum þarna handavinnuhorn og prjónum og saumum. Annað er að Álfheimabyggingin sem var byggð fyrir álfheimabakarí á sínum tíma er illa viðhaldið og ætti sannarlega að rífa þessa byggingu og fá eitthvað fallegt í staðinn, gróður og stíga sem við getum notað við sem erum með göngugrindur. Þetta hverfi er yfirfullt af öldruðu fólki og þarf að hlúa að því. Enginn á að sitja heima og missa af þessu dásamlega starfi sem þarna er unnið. Með þakklæti. Auður ólafsdóttir Hvers vegna viltu láta gera það? Ég tel mig vera búna að telja það upp hér að ofan.

Points

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2019 þar sem verkefni hugmyndarinnar er ekki innan verkefna eða valdheimilda Reykjavíkurborgar eða ekki á borgarlandi. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information