Lagfæring á illa förnum göngustíg í Bæjunum

Lagfæring á illa förnum göngustíg í Bæjunum

Hvað viltu láta gera? Fyrir alllöngu síðan var byrjað að lagfæra göngustiginn sem liggur í gegnum Bæina frá Ystabæ að Árbæjarskóla. Ekkert hefur svo gerst í að klára þessa framkvæmd en stígurinn er illa farinn eftir alls konar bráðabirgðalagfæringar. Erfitt er að hjóla eftir stígnum í því ásigkomulagi sem hann er, hef bæði séð börn detta og meiða sig illa og eins fullorðið fólk misstíga sig þar sem skiptast á holur og pollar þegar þannig viðrar. Brýnt er að verkið verði klárað, en í mörg ár hefur því verið lofað án þess að nokkuð gerist. Hvers vegna viltu láta gera það? Bættar gönguleiðir skipta máli fyrir samgöngur innan hverfis og mikilvægt að stystu leiðir í skóla og leikskóla séu greiðar og nothæfar fyrir alla.

Points

Mikilvægt verkefni, Klára að endurnýja göngustíginn allan Rofabæinn. Í kjölfarið svo hliðargötur út frá Rofabænum

Er í öðru ferli Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin þín snýr að vinnu sem þegar er áformuð á næstu misserum og er þ.a.l. í öðru ferli. Hún er því ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2019. Hugmyndinni verður vísað sem ábendingu inn í það ferli. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information