Hvað viltu láta gera? Það vær frábært að fá æslabelg nálægt Árbæjarskóla fyrir krakkana í hverfinu. Allir krakkar elska að hoppa á honum og geta verið þar tímanum saman. Hvers vegna viltu láta gera það? Æslabelgurinn er góður fyrir félagslífið, dregur krakka og foreldra saman og myndar skemmtilega stemmningu 😀
Algerlega sammála. Komið í Kópavog þar sem myndin er tekin og allir eru rosa ánægðir.
Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk til kosningar í Árbænum. Vegna slysahættu hefur uppsetning ærslabelgja í Reykjavík ekki verið talin æskileg nema á þeim svæðum sem er daglegt eftirlit eins og t.d. í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum eða í Gufunesi. Kosningarnar fara fram 31. október - 14. nóvember nk. á www.hverfidmitt.is Mundu að með því að stjörnumerkja þína uppáhalds hugmynd gefur þú henni tvöfalt vægi
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation