SCRAMBLE CROSSING YFIR HRINGBRAUT

SCRAMBLE CROSSING YFIR HRINGBRAUT

Hvað viltu láta gera? ALVÖRU ÞVERUN FYRIR GANGANDI OG HJÓLANDI Á gatnamótum við Bræðraborgarstig og Kaplaskjólsveg. Bræðraborgarstigur og Kaplaskjólsvegur verði gerðir að vistgötum með hjólastígum og skoðað að gera einstefnur til að fá meira pláss fyrir gangandi og hjólandi þar sem þess þarf. Þessi ás er mjög mikilvægur fyrir tenging úr Gamla Vesturbænum niður í KR, í Vesturbæjarlaug og í Hagaskóla. Hann gæti einnig orðið aðal hjóla og gönguleið úr 107 niður í miðbæ. Hvers vegna viltu láta gera það? Örugg þverun fyrir gangandi og hjólandi hundruðir í hættu daglega Hringbraut er stór stofnbraut sem klífur Vesturbæ og er mjög hættuleg gangandi og hjólandi sem eiga leið sína yfir hana. Hún er farartálmi sem bæði setur sérstaklega börn í lífshættu og grefur undan íþrótta- og félagsstarfi vegna þess hvað hún er erfið yfirferðar. Íbúasamtök Vesturbæjar vilja að gerðar verði sem fyrst öruggar og notendavænar útfærslur fyrir gangandi og hjólandi á leið yfir Hringbraut, með eftirfarandi að leiðarljósi: • Að þegar það er grænt ljós fyrir gangandi og hjólandi sé rautt ljós fyrir bíla í allar áttir (líka fyrir beygjur). Að gangandi og hjólandi geti einnig gengið á ská þvert yfir gatanamótin. • Að grænu gönguljósin séu alls ekki styttri en umferðarljósin fyrir ökutækin. • Að gangbrautirnar séu vel merktar með öðrum efnisvali, lit og áferð en malbik undir bíla. • Að lýsing sé öðru vísi á litinn og hönnuð sérstaklega fyrir gangbrautir. Að ljósastaurar séu lágir og í heildina mun meiri lýsing þar sem þveranir gangandi og hjólandi eru. • Að bílarnir séu látnir stoppa í góðri fjarlægð frá gangbrautum. • Að settar verði upp hraðamælitæki og myndavélar.

Points

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2019. Hugmyndinni hefur verið komið áfram sem ábendingu, eftir eðli hugmyndar, ekki er talin þörf á að setja slíkt verkefni í kosningu. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information