Djúpgámar á Laugalæk

Djúpgámar á Laugalæk

Hvað viltu láta gera? Skipta út endurvinnslugámum fyrir djúpgáma hjá Laugalæk Hvers vegna viltu láta gera það? Núverandi endurvinnslugámar eru óaðlaðandi fyrir umhverfið og þá er alltaf ósnyrtilegt í kringum þá. Djúpgámar bjóða upp á betri umgengi og snyrtilegra umhverfi. Þá ætti að fjölga endurvinnsluflokkum. Það vantar gáma fyrir gler og málma

Points

Mun snyrtilegra.Sóðalegt í kringum gàmana eins og þeir eru núna.

Snyrtilegri og ef opin eru þægilegri/stærri, þá getur maður farið að losa plast þarna í stað sorpu. Hringlótta gatið í grenndargámum er of lítið fyrir margar umbúðir og seinlegt að tína eitt og eitt úr dallinum sð heiman.

Umhverfið við endurvinnslugámana er fremur sóðalegt og yrði mikil bragarbót að djúpgámum.

Tímabært að taka ruslaflokkun og sorphirðu upp á næsta stig. Það er þétt byggð í Laugarnesinu og hún er að þéttast. Um að gera að hafa þetta huggulegt.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2018 þar sem verkefnið sem um ræðir í hugmyndinni er í öðru ferli innan borgarkerfisins og því ekki hægt að kjósa um það að svo stöddu. Hugmyndinni verður vísað sem ábendingu inn í það ferli. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information