Fjarlægja lokunina á Rauðalæk!

Fjarlægja lokunina á Rauðalæk!

Hvað viltu láta gera? Við viljum fjarlægja lokunina á Rauðalæk. Hún skapar óþarfa hættur milli sundlaugar og skóla í stað þess að heypa umferð styðstu leið í gegn. Eða kosningu um þetta! Hvers vegna viltu láta gera það? Það var ákveðið af einhverjum innan borgarinnar að loka Rauðalæknum fyrir nokkrum árum. Án nokkurrar sýnilegrar ástæðu. Enginn mæling gerð. Ekkert mat. Mig grunar að það hafi verið að undirlagi fyrrverandi íbúa hér sem var í pólitíkinni. Nú fer öll traffík að ofan á milli sundlaugar og skóla, sem og öll traffík að neðan, líka á milli sundlaugar og skóla. Okkur var sagt á sínum tíma að þessi lokun ætti að stanga í einhvern tilraunartíma og nú er hann liðinn! Misvísandi upplýsingar sem við höfum fengið eykur ekki traustið á borgarstarfsmönnum um þetta!

Points

Ég get skilið þá sem hafa áhyggjur af því að gatan sjálf muni ekki vera barnvænni. En á sama tíma gleyma menn því að í allri traffíkinni á morgnana þar sem börn fara í skólana þá sker þessi umferð leiðir barnana á tvo vegu, fyrir utan aðra traffík. Þetta hefur aldrei verið rannsakað heldur skellt niður einhverri lokun og loðnum tilsvörum um eitthvað sem átti að vera en varð aldrei. Núna er ég neyddur til þess að fara þvert á þá leiðir sem börnin fara í skólana, skera þær á mörgum stöðum.

Mun meiri umferð um Brekkulæk skapar hættu fyrir börnin sem þar búa

Er sammála því að umferð á öðrum götum verði óþarflega mikil. T.d. er umferð um Brekkulæk mjög mikil og þar eru skilyrði fyrir umferð mun verri en á Rauðalæknum. Bílar geta ekki einu sinni mæst. Það væri a.m.k. gott að fá einhvers konar mælingu eða röksemd fyrir því að halda lokuninni.

Sem íbúi á Rauðalæk vil ég hafa lokunina varanlega þar sem gatan er mun barnvænni svona. Umferðin á frekar heima á stærri götum eins og Sundlaugarveg og Sæbraut sem eru með gönguljósum, heldur en íbúðargötu. Það mætti gera eitthvað annað til að laga umferð um Reykjaveg, milli sundlaugar og skóla.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2019 þar sem ekki er um að ræða eiginlegt nýframkvæmda- eða viðhaldsverkefni. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Leiðinlegast er það að það var logið að okkur. Fyrst var sagt að það ætti að loka til tilraunar í stuttan tíma. Svo var okkur sagt að það væri búið að kjósa um þetta en þrátt fyrir að hafa falast eftir gögnum um þessa kosningu þá hef ég bara séð útúrsnúning en engin gögn. Þar fyrir utan sjáum við aukna umferð á milli skóla og sundlauga sem afleiðingu af þessu. En engar mælingar hafa verið gerðar, hvorki fyrir eða eftir. Virðist vera eins og geðþóttaákvörðunin ein hafi ráðið.

Þú getur kannski látið okkur vita hvar þessar hugmynd um að fjarlægja þessa lokun, hvar hún fellur innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar og hvert við ættum að snúa okkur með þetta.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information