Ekki leggja niður líkamsræktarherbergi í Vesturbæjarlaug.

Ekki leggja niður líkamsræktarherbergi í Vesturbæjarlaug.

Hvað viltu láta gera? Heyrst hefur að taka á af sundgestum Vesturbæjarlaugar líkamsræktarherbergi sem mikið er notað og fleiri hundruð manns hafa skrifað undir mótmælaskjal gegn þessari niðurfellingu. Frekar ætti að bæta þessa aðstöðu sem margir nota og er liður í forvörnum gegn offitu og ýmsum nútíma sjúkdómum sem skapast vegna hreyfingarleysis. Hvers vegna viltu láta gera það? Líkamsræktarsalurinn er mikið notaður af gestum laugarinnar og er stór liður í forvörnum við ýmsum kvillum og sjúkdómum sem skapast vegna hreyfingarleysis. Þessi aðstaða er í raun að spara þjóðfélaginu útgjöld til heilbrigðiskerfisins. Er ekki alltaf verið að hvetja til forvarna í stað þess að bregðast við þegar í óefni er komið?

Points

100% sammála, mun frekar að gera aðstöðuna betri. Finnst einnig úr takti við samfélagið það sem á að koma í staðin.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2019. Hugmyndinni hefur verið komið áfram sem ábendingu, eftir eðli hugmyndar, ekki er talin þörf á að setja slíkt verkefni í kosningu. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information