Gnoðarvogur, milli Álfheima og Engjavegar. Umferðaröryggi.

Gnoðarvogur, milli Álfheima og Engjavegar. Umferðaröryggi.

Hvað viltu láta gera? Umferð um Gnoðarvog, milli Engjavegar og Álfheima, hefur aukist mikið seinustu ár. Hraðakstur er algengur og bílar taka gjarnan fram úr strætó þegar hann stoppar í götu. Engir hjólastígar eru í eða meðfram götu og bílar þvera gangséttir beggja vegna götu. Slysakort Samgöngustofu sýnir að á þessum vegkafla, sér í lagi við innkeyrslu í bílakjallara, er fjöldi skráðra slysa talsvert meiri en í aðliggjandi götum og á sambærilegum svæðum í grennd. Þar af eru nokkur þar sem ekið er á hjólandi vegfarendur. Á þessum kafla götunnar eru sex inn- og útkeyrslur af bílastæðum og úr bílakjallara en götukaflinn er eingöngu um 180 m. Tvær inn- og útkeyrslur eru við bílastæði við Glæsibæ, ein úr bílakjallara við Hreyfingu, ein upp á efra plan bílastæðahúss, ein frá bílastæði við Álfheima 68-72 og ein frá bílastæði við TBR. Þá er einnig bakkað yfir gangstétt úr bílastæðum við Ölver. Af þessum inn- og útkeyrslum er umferð þyngst við bílastæði Glæsibæjar og bílakjallara við Hreyfingu. Við inn- og útkeyrslu úr bílakjallara skapast iðulega hætta fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur þar sem bílar sjá þá ekki fyrr en bíllinn er kominn út á gangstétt. Yfir götuna er eingöngu ein gangbraut, við hringtorg á gatnamótum við Álfheima. Málning á gangbraut sem var á gangstétt fyrir framan innkeyrslu við bílakjallarann er farin. Mikil aðsókn er í Hreyfingu, sér í lagi milli 16-19 á kvöldin, á sama tíma og umferð við matsölustaði í Glæsibæ er í hámarki. Við Hreyfingu og TBR er bílum iðulega lagt upp á gangstétt sem eykur enn frekar á hættu fyrir gangandi vegfarendur. Til að bæta öryggi allra vegfarenda á þessum kafla götunnar mætti t.a.m. fækka innkeyrslum inn á bílastæði við Glæsibæ, fjölga gangbrautum, fjarlægja bílastæði við Ölver sem bakka út á götu, bæta sjónlínur með einhverju móti við innkeyrslu í bílakjallara eða jafnvel gera hluta götunnar að einstefnu fyrir alla umferð nema strætisvagna. Hvers vegna viltu láta gera það? Bæta umferðaröryggi fyrir alla vegfarendur og bæta ásýnd götunnar.

Points

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin var metin tæk til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2019. Einungis er hægt að stilla 25 tækum hugmyndum upp til kosninga á hverju ári. Haldin voru opin hús í hverfum borgarinnar í samstarfi við þjónustumiðstöðvar borgarinnar þar sem íbúar fengu að stilla upp kjörseðli með því að veita allt að 25 hugmyndum atkvæði sitt. Þessi hugmynd rataði því miður ekki í uppstillingu þetta árið. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information