Laga gangstéttir víðsvegar um Þingholtin.

Laga gangstéttir víðsvegar um Þingholtin.

Hvað viltu láta gera? Halda við eða laga gangstéttir víðsvegar um Þingholtin. T.d. Þingholtsstræti, Spítalastíg. Hvers vegna viltu láta gera það? Gangstéttir eru víða illa farnar á þessu svæði, bæði brotnar og eða skakkar. Þegar ljósleiðari var lagður í Þingholtin fyrir nokkrum árum voru á ferðinni fullkomnir viðvaningar í lagningu gangstétta og má segja að þeir hafi skilið eftir sig sviðna jörð. Allstaðar þar sem ljósleiðarinn var settur niður eru núna skakkar og brotnar hellur sem geta valdið slysum (hafa örugglega þegar gert það) auk þess að mikil óprýði er af þessu.

Points

Tek undir rök Þórðar Magnússonar. Að auki þyrfti að skipta út ljótum og allt of háum ljósastaurum og taka í burtu gömul og ljót pípu-vegrið t.d. í Þingholtsstræti.

Hugmynd þessi var metin tæk af fagteymi sérfræðinga frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Allar tækar hugmyndir voru í framhaldi sýndar á opnum húsum í hverfum Reykjavíkurborgar á tímabilinu 3. - 13. júní, þar var þessi hugmynd valin til þess að vera á kjörseðli þíns hverfis. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information