Gangstéttir í Bakkahverfi

Gangstéttir í Bakkahverfi

Ég sendi inn tillögu sl. ár um lagfæringar á göngustígum/gangstéttum í Bakkahverfinu. Búið er að laga hluta en nú þarf að gera betur. Það er orðið stórhættulegt að ganga á milli Leirubakkanna, malbikið er bólgið þannig að þar eru hólar og hæðir. Bendi á þetta er gönguleið fyrir þá sem koma út strætó sem gengur sitthvoru meginn við hverfið. Í þessu tilfelli leið 12 á Leirubakka,

Points

Það er mikilvægt að fólk, bæði börn og fullorðnir geti gengið um hverfið sitt. Þegar malbikaðir upphleyptir göngustígar eru farnir að vera hindranir fyrir gangandi, hjólandi fólk og fólk með barnavagna, hvað þá með fatlaða á hjólastólum ? Ég er í vandræðum að ganga þarna og þegar snjóar þá er voðinn vís. Erfitt að ganga í snjó og hálku en þá sér fólk ekki hindrunina sem er uppblásið malbik sem er í felum undir snjónum. Held að þetta sé ca. 40 ára gamalt. Tími til kominn að endurnýja.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information