Grv- Hringtorg eða umerðarljós við Hallsveg og Víkurveg

Grv- Hringtorg eða umerðarljós við Hallsveg og Víkurveg

Hvað viltu láta gera? Setja hringtorg eða umferðarljós á gatnamótunum við Hallsveg og Víkurveg Hvers vegna viltu láta gera það? Oft skapast umferðarteppa fyrir þá sem eru á Hallsvegi og ætla inná Víkurveg í átt að Egilshöll. Sérstaklega um jólin þegar margir eru að koma eða fara úr Gufuneskirkjugarði. Oft er erfitt fyrir ökumenn(á Hallsvegi) að greina hvort bílar séu of nálægt eða nógu langt í burtu til þess að geta komist inn á Víkurveg. Í mörgum tilfellum er stutt í banaslys því ökumenn ná ekki að greina umferðarhraða hjá þeim sem eru að fara niður Víkurveg. Ekki viljum við bíða og í kjölfarið gera ráðstafanir þegar hættulegt umferðarslys á sér stað.

Points

Aljgörlega sammála. Hræðilega léleg gatnamót bæði hvað varðar biðtíma og ófáum sinnum hefur maður orðið vitni að tæpum aðstæðum. Hringtorg eða ljós með skynjara svipuð þeim sem eru neðar við Egilshöllina er flott lausn.

Þetta er nauðsynleg framkvæmd vegna umferðarþunga og mikillar notkunar á öllu þvi sem býðst í Egilshöll.

Ég myndi vilja sjá hringtorg þarna, alls ekki ljós, enda fengist mun betri umferðarflæði með hringtorgi en ljósum á öllum tímum sólarhringsins.

Með því að setja hringtorg (þessi hugmynd er líka á öðrum þræði, greinilega fleiri sem hugsa það sama!). Það verður of mikið af ljósum á stuttum kafla að mínu mati, þal myndi ég kjósa hringtorg. Það er bara tímaspursmál hvenær það verður alvarlegt slys á þessum gatnamótum eins og þau eru í dag!

Sammála - mætti taka ljósin af Víkurveginum með öllu og setja góð hringtorg í staðin. Meira flæði á umferðinni.

Já frábær hugmynd. Ég er búin að vera skíthrædd á þessum gatnamótum síðan þau komu. Það er sérstaklega mikil umferð þarna milli 15 og 19 þegar allir eru á æfingum í Egilshöll. Börn eru í hættu þegar þau hjóla þessa leið á æfingu.

Mjög sammála. Ég fer þarna um nokkrum sinnum í viku og hef oft hugsað að það þarf að setja t.d. hringtorg á þessi gatnamót áður en það verður slys.

Algjörlega sammála, mjög hættuleg gatnamót Þekki nokkr sem hafa lennt í árekstri þarna.. þegar það er þung umferð er nánast ekki hægt að komast inná götuna heldur..

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin var metin tæk til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2019. Einungis er hægt að stilla 25 tækum hugmyndum upp til kosninga á hverju ári. Haldin voru opin hús í hverfum borgarinnar í samstarfi við þjónustumiðstöðvar borgarinnar þar sem íbúar fengu að stilla upp kjörseðli með því að veita allt að 25 hugmyndum atkvæði sitt. Þessi hugmynd rataði því miður ekki í uppstillingu þetta árið. Hugmyndir er falla innan verkefna og valdheimilda Reykjavíkurborgar verður komið áfram sem ábendingu til viðeigandi deilda innan stjórnsýslu borgarinnar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information