Samrélagsleg ábyrgð

Samrélagsleg ábyrgð

Hvað viltu láta gera? Ég hef áður sett fram sömu / svipaða hugmynd. Hún gengur út á meiri samfélaglega ábyrgð íbúa, að efla virkni íbúanna. Þetta er borgin okkar og í stað þess að bíða eftir að hið opinbera (Borgin) geri allt getum við sem einstaklingar tekið þátt. Dæmi: Að hvetja íbúana til að huga að nánasta umhverfi, t.d. að þrífa gangstéttina fyrir framan eigin íverustað, þ.e. týna fjúkandi rusl, sígarettustubba og annað. Nú er mikið talað um "að plokka". Það má halda því áfram og hvetja fólk til að týna rusl þó það sé ekki endilega beint fyrir framan eigið hús. Með því að taka þátt verður fólk næmara fyrir umhverfinu. Það er mikill munur á hreinlæti á milli borga í Evrópu og það er yndislegt að koma í suma borgir þar sem verslunareigendur byrja daginn á því að sópa og jafnvel skúra gangstéttina fyrir framan verslunina / fyrirtækið. Reykjavík er því miður SÓÐABORG og borgin sjálf þarf ekki síður að taka til hendinni og þrífa götur og sameiginleg svæði. Ef borgin sér um sitt hlutverk eru meiri líkur á að borgarbúar gangi betur um. Gerum þetta saman, Borgin og Borgarbúar. Hvers vegna viltu láta gera það? Mér blöskrar sóðaskapurinn sem blasir við hvert sem litið er. Dæmi: matarleyfar, hrákar, tyggjóklessur, ælur, tóm ílát, hundaskítur og margt annað. Það er sárt að horfa uppá þennan sóðaskap.

Points

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2019. Hugmyndinni hefur verið komið áfram sem ábendingu, eftir eðli hugmyndar, ekki er talin þörf á að setja slíkt verkefni í kosningu. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information