Gamli kirkjugarðurinn

Gamli kirkjugarðurinn

Hvað viltu láta gera? Hreinsa garðinn og halda honum betur við. Hvers vegna viltu láta gera það? Vegna lélegs viðhalds síðustu ár hefur illgresi náð að festa rætur. Garðurinn var áður fallegur en er algjörlega vanhirtur í dag. Með því að spara hreinsun og viðhald mun hann halda áfram að grotna niður og það verður mun dýrara að koma honum í lag aftur. Ég kem í garðinn nokkrum sinnum á ári og það er sárt að horfa uppá hann svona. Það er erfiðara að halda leiðunum við vegna illgresis sem fær að vaxa óáreitt um allan garð. Meðfylgjandi mynd er ekki frá síðasta sumri, en þá leit garðurinn mjög illa út.

Points

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2019. Hugmyndinni hefur verið komið áfram sem ábendingu, eftir eðli hugmyndar, ekki er talin þörf á að setja slíkt verkefni í kosningu. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information