Vinnu- og sýningaraðstaða í gamla anddyri Laugardalslaugar

Vinnu- og sýningaraðstaða í gamla anddyri Laugardalslaugar

Hvað viltu láta gera? Gera vinnu- og sýningaraðstöðu í gamla anddyri Laugardalslaugar. Hugmyndin er að úthluta rýminu til eins eða tveggja ungra listamanna, þar sem þeim yrðu boðið upp á vinnu- og sýningarrými t.d. hálft ár í senn, þeim að kostnaðarlausu, með þeim skilyrðum að síðustu vikurnar yrðu þeir að halda sýningu á verkum sínum eða viðburði fyrir fyrir gesti og gangandi, þar sem afraksturinn væri kynntur. Einnig væri ekki lokum fyrir það skotið að leik- og grunnskólar í nágrenninu myndu fara í fræðsluferðir til listafólksins? Hvers vegna viltu láta gera það? Gamla anddyri Laugardalslaugar er vannýtt húsnæði á besta stað í borginni. Sem myndi henta vel til listsköpunar m.a. vegna nálægðar vð Listaháskólann. Hér er verið að apa eftir gestuvinnustofu Listagils á Akureyri.

Points

Þessi hugmynd verður send sem ábending á Laugardalslaug. Kosningarnar eru 31. október - 14. nóvember nk. á www.hverfidmitt.is

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information