Viðhald

Viðhald

Hvað viltu láta gera? Það þarf, áður en farið er í alls kyns nýjar framkvæmdir að huga að því að halda því sem fyrir er við hér er alltof mikið í niðurníðslu og hræðilega skítugt fyrir utan hundaskítinn sem er út um allt þetta þarf að þrífa reglulega ekki bara einu sinni á ári og hundagerðið norðan við Breiðholtsbrautina er algjör hörmung og þarf heljar viðhald. flest tæki og tól eru í mikilli niðurníðslu og t.d. útsýnis skilti í brekkunni niður með Höfðabakka (eða hvað svo sem gatan heitir þar) hefur verið með kroti í nokkur ár og er ólæsilegt. þannig að mér finnst þegar nóg af dóti en þarf allt viðhald, frekar en að bæta við meiru sem fer svo sama veg allt í drasl. Hvers vegna viltu láta gera það? Til þess að hverfið fái sinn gamla sjarma og líti vel út en sé ekki bara fyllt upp af alskyns dóti sem fer svo í drasl vegna einskis viðhalds.

Points

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2019. Hugmyndinni hefur verið komið áfram sem ábendingu, eftir eðli hugmyndar, ekki er talin þörf á að setja slíkt verkefni í kosningu. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 31. október - 14. nóvember nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information