Reisa hljóðvegg meðfram leiksvæði og raðhúsum við ofanverðan Bústaðaveg

Reisa hljóðvegg meðfram leiksvæði og raðhúsum við ofanverðan Bústaðaveg

Lagt er til að byggður verði 150-200m langur hljóðveggur meðfram Bústaðavegi, til að skýla leiksvæðinu við Ásgarð og raðhúsalóðum sitt hvoru megin við það fyrir umferðarhávaða. Markmiðið er að ná hljóðstigi á neðanverðu leiksvæðinu og raðhúsalóðunum niður að viðmiðunarmörkum eftir því sem kostur er.

Points

Neðri hluti leiksvæðisins og íbúðalóðirnar eru alveg niðri við veginn og bara girðing, runnar og tré á milli. Verulegrar hávaðamengunar gætir því vegna þungrar umferðar um Bústaðaveg. Þetta má glöggt sjá á hávaðakorti Reykjavíkurborgar (http://reykjavik.is/frettir/adgerdaraaetlun-gegn-havada , http://reykjavik.is/sites/default/files/vesturhluti_havadakort_loka.pdf). Annarsstaðar þar sem hús eru mjög nálægt Bústaðavegi hafa verið settar jarðvegsmanir eða annars konar hljóðvarnir.

Leiksvæðið við Ásgarð var endurbyggt fyrir fáum árum og er nú mjög vandað og gott. Umferðarhávaðinn skemmir hinsvegar fyrir ánægjunni við að vera þar með börn. Þá nýtist grasflötin fyrir neðan leikvöllinn illa vegna nálægðar við veginn. Hljóðveggur er tiltölulega ódýr leið til að lækka hljóðstig þarna og gera leikvöllinn og grasflötina að fyrirtaks kyrrlátu svæði sem myndi nýtast fjölda íbúa í hverfinu.

Í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 er rætt um gæði umhverfis og meðal markmiða er eftirfarandi: “Kyrrlát svæði verði skilgreind og sett viðmið til að mæla hljóðvist utandyra.”.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information