Nokkrir af botnlöngunum í Háagerði eru ómalbikaðir. Miðað við þá umferð gangandi vegfaranda frá Réttarholtsvegi/Langagerði áfram inn í Háagerði þá er full ástæða að malbika og bæta lýsingu á þessum stöðum. Að auki auðveldar þetta aðkomu ruslabíla og minnkar slysahættu.
Það er full ástæða að ganga í það verk að malbika botnlangana í Háagerði. Í seinni tíð hefur aukist umtalsvert gangandi vegfarenda og hjólandi, sérstaklega barna þar sem stysta leiðin inn í Gerðin vestan Réttarholtsvegar er í gegnum þessa botnlanga. Að auki hef ég sjálfur ítrekað orðið vitni að slysum hjá börnum sem eru að detta í mölinni og dældunum sem myndast þarna. Það á ekki að líðast að það séu ómalbikaðar götur í Reykjavík á 21. öldinni.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation