Klára malbikun í Háagerði

Klára malbikun í Háagerði

Nokkrir af botnlöngunum í Háagerði eru ómalbikaðir. Miðað við þá umferð gangandi vegfaranda frá Réttarholtsvegi/Langagerði áfram inn í Háagerði þá er full ástæða að malbika og bæta lýsingu á þessum stöðum. Að auki auðveldar þetta aðkomu ruslabíla og minnkar slysahættu.

Points

Það er full ástæða að ganga í það verk að malbika botnlangana í Háagerði. Í seinni tíð hefur aukist umtalsvert gangandi vegfarenda og hjólandi, sérstaklega barna þar sem stysta leiðin inn í Gerðin vestan Réttarholtsvegar er í gegnum þessa botnlanga. Að auki hef ég sjálfur ítrekað orðið vitni að slysum hjá börnum sem eru að detta í mölinni og dældunum sem myndast þarna. Það á ekki að líðast að það séu ómalbikaðar götur í Reykjavík á 21. öldinni.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information