Rólegri og fjölskylduvænni Hofsvallagata

Rólegri og fjölskylduvænni Hofsvallagata

Loka beygjuakrein á horni Hofsvallagötu og Nesvegar. Þetta mætti gera með tveimur blómakerjum og bekk.

Points

Það er mikilvægt að hægja á umferðinni um Hofsvallagötu/Nesveg og beina umferð á Seltjarnarnes frekar um Hringbraut og Eiðisgranda.

afleit hugmynd, Betra að lengja Ægisíðu út að flugbrautarenda og setja þar hringtorg. Þá mundi mikið af umferð sem nú fer um Hofsvallagötu beinast þangað og áfram gegnum Vatnsmýrina yfir á Hringbraut eða um Suðurgötu. Nú eru aðeins 2 megin-stoðbrautir inn í Vesturbæ, Hringbraut og sjávarleiðin að norðan (Tryggvagata etc). Ef nýr spítali mun rísa við Vatnsmýri blokkast enn frekar aðkoma inn í Vesturbæ. Fáum frekar braut frá Nauthólsvík yfir á Kársnes sem 3ju leiðina.

Við viljum ekki þá bílaumferð sem gæti farið um Hringbraut í gegnum Melana. Þetta er einföld og frábær hugmynd! Þetta styrkir þær aðgerðir sem eru ráðlagðar á árinu til þess að gera efri hluta götunnar sunnan Hringbrautar rólegri. Gerir hverfið rólegra og fjölskylduvænna og styrkir enn frekar Ægisíðuna sem einstakt útivistarsvæði. Hægir á umferðinni - sem virkilega er þörf á þar sem börn eru að leik í kringum götuna og mikil umferð hjólandi og gangandi vegfarenda.

Við viljum ekki þá bílaumferð sem gæti farið um Hringbraut í gegnum Melana. Þetta er einföld og frábær hugmynd! Þetta styrkir þær aðgerðir sem eru ráðlagðar á árinu til þess að gera efri hluta götunnar sunnan Hringbrautar rólegri. Gerir hverfið rólegra og fjölskylduvænna og styrkir enn frekar Ægisíðuna sem einstakt útivistarsvæði. Hægir á umferðinni - sem virkilega er þörf á þar sem börn eru að leik í kringum götuna og mikil umferð hjólandi og gangandi vegfarenda.

Það vantar gangbraut á Hofsvallagötu á svæðinu milli apóteks og sundlaugar (eða aðeins neðar, til móts við strætóskýli). Þarna fara margir yfir götuna, m.a. nemendur úr Melaskóla á leið í/úr skólasundi. Það getur verið mjög hættulegt að hlaupa þarna yfir enda eru bílar oft á fleygiferð til að ná grænu ljósi við gatnamót Hagamels. Væri ekki hægt að koma fyrir gangbraut með einhvers konar þrengingu eins og er víða (einn bíll í einu yfir gangbraut, svona svipað og á einbreiðum brúm).

Faghópur umhverfis- og skipulagssviðs hefur skoðað þessa hugmynd. Hann telur hana ekki tæka í kosningu um Betri hverfi af þeirri ástæðu að Hofsvallagatan er nú þegar í öðru ferli og heildarendurskoðun. Þar eru þessar hugmyndir eru til umræðu. Búið er að samþykkja þrengingu milli Hagamels og Hringbrautar.

Ég tel að þetta myndi hægja talsvert á umferðinni á Hofsvallagötu og eins og einhver nefndi áðan fara gríðarlega margir þarna yfir götuna. Hluti af vandamálin eru að hofsvallagatan er of breið og auðvelt að gefa í þar. Ég tel samt mikilvægt að umferðarljósin séu sem næst Melhaganum, helst alveg við Apótekarann, vegna þess að fólk kemur þaðan og ætlar yfir í sundlaugina, Ef gatnamótin eru mikið neðar nennir enginn að nota þau.

Sem íbúi vestast á Hringbraut er ég ekki sátt við hugmyndina um að beina umferð enn meira vestur á Eiðisgranda. Í dag er umferðarþungi á á þessum punkti gríðarlega mikill og má ekki við meiri þyngslum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information