Leikvöllur í Laugardalinn

Leikvöllur í Laugardalinn

Laugardalurinn væri kjörin staðsetning fyrir stóran og flottan leikvöll með skemmtilegum og frumlegum leiktækjum og bekkjum og borðum í skjóli trjánna, þar sem öll fjölskyldan getur komið saman, farið í piknikk, leikið sér og átt góðar stundir.

Points

Það eru fáir leikvellir eða leiksvæði í Laugardalshverfinu og þarna væri kjörið að gera flottan og skemmtilegan leikvöll með leiktækjum fyrir börn og fólk á öllum aldri. Þar er fyrir "ormurinn" en hægt væri að stækka það leiksvæði talsvert og það væri hægt að hanna þarna mjög skemmtilegt leiksvæði fyrir alla fjölskylduna. Það er mjög mikið opið svæði og tún fyrir alls kyns leiki í Laugardalnum sem er alveg frábært, en þetta væri góð viðbót.

Hér er góð hugmynd um leiksvæði í Laugardalinn. https://betri-hverfi-laugardalur-2015.betrireykjavik.is/ideas/3484-leikvollur-i-laugardalinn

Já ég er sammála þessu, það mætti gera betur með opið leiksvæði í Laugardalnum. Annað hvort við Orminn eða við nýja frístundaheimilið Dalheima. Og endilega að hafa þar bekki, borð og hlaðið útigrill svo fjölskyldur geti safnast saman á þessu svæði og notið samveru. Ég myndi vilja fá í Laugardalinn svona útileiksvæði og aðstöðu eins og er í Furulundi í Heiðmörk!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information