Leiksvæði við frístundaheimilið Glaðheima

Leiksvæði við frístundaheimilið Glaðheima

Á frístundaheimilinu Glaðheimum eru um það bil 140 börn á aldrinum 6-7 ára. Þeim þykir mjög gaman að leika sér úti en því miður erum við ekki með neitt leiksvæði til þess að bjóða þeim uppá að leika sér á. Við hliðina á Glaðheimum er stór auð lóð sem væri tilvalið að setja nokkur leiktæki á. Það myndi gleðja krakkana einstaklega mikið að fá tækifæri á að róla, vegasalt, spila fótbolta ofl sem gerði útiveruna skemmtilegri.

Points

útivistasvæði við öll frístundarheimili

Mikilvægt að börnin getið leikið úti í hreinu umhverfi með skemmtilegum leiktækjum

Börnin eyða meirihluta frítíma síns í Glaðheimum og er mikilvægt fyrir þau að komast út að leika sér. Þessi auða lóð býður upp á marga möguleika sem myndi gleðja 140 Glaðheimalingana.

Outdoor activity is necessary, especially when only around houses and factories.

ég styð þessa hugmynd, en ítreka að ég hefði frekar viljað sjá þessa fjármuni fara í að byggja upp frístundaaðstöðu í Laugardalnum fyrir þessi börn. Börnin þyrftu þannig ekki að ganga yfir umferðargötur á leið úr skóla, yrðu laus við mengun og ónæði frá umferðargötum og klámbúllum, styttra fyrir börnin á íþrottaæfingar hjá Þrótti og Ármanni, öruggara og meira skapandi umhverfi, auk þess augljósa hagræðis að hafa þessa starfsemi á einum stað.

Stórhættulegt að fara yfir nærliggjandi götur til að fara á önnur leiksvæði. Annars finnst mér fáránlegt að fara með börnin frá frábæru útivistarsvæði Laugardalsins og að Sæbrautinni til að hafa þau í frístund. Auðvitað á að samnýta allt skólahúsnæði. Það hefur verið gert sumstaðar með góðu samstarfi. Mörg þúsund fermetrar ónýttir eftir að skóla lýkur!

Það er mikilvægt að nýta þetta tóma svæði. Sérstaklega vegna þess að þarna er frístundaheimili og stór umferðagata nálæg. Það væri afar gleðjandi ef þessu svæði yrði breytt í góðan leikvöll og/eða góða afþreygingu til hreyfinga. Til þess að forða börnunum frá því að vera að væflast upp á hljóðdeifi hólinn þarna hliðiná við sæbrautina. Nú hafa börning hjólabrettapalla til þess að klifra í og leika sér en þeir eru rétt hliðiná bílastæðinu og heldur ekki ætlaðir til brúks sem klifrugrind.

Börnin í hverfinu hafa rétt á því að hafa svæði sem þau geta nýtt í útiveru í frítíma sínum. Leikvöllurinn bakvið kynlífverslun er ekki kjörnin staður fyrir leik og sprell barnanna. Mikilvægt er að aðgreina sér leiksvæði við Glaðheima og jafnvel girða það af að hluta bæði vegna Sæbrautar og umferðar sem henni fylgir en ekki síður það að ítrekað hafa fundist vörur frá fyrrnefndri kynlífsbúð viðsvegar á auðum svæðum þar í kring. Við getum ekki boðið börnunum uppá það.

leiksvæði við öll frístundarheimili RVK

Mikilvægt að börnin geti leikið sér úti

Nýtum auðu lóðina við hliðina á Glaðheimum

Sæll Bjarni. Húsnæði Glaðheima var gert upp í fyrra að innanverðu.

ég er sammála guðmundi bjarnason, þetta hús er líka að syngja sitt síðasta

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information